|
Við fórum í bíó, ég og Þórgnýr. VIð sáum Passion of Christ. Vá hvað hún var góð... en það er ekki hægt að segja að hún hafi verið skemmtilegt, enda píslarganga krists víst ekkert til að hlæja að... Þeger hún var búin hélt ég að það væri komið hlé en þegar að var gáð voru bara liðnir tveir tímar síðan myndin byrjaði! Ég er ekki alveg viss um hvort þetta sé gott eða slæmt, að halda að það sé komið hlé þegar myndin er búin. Mér fannst einhvernveginn vera svo lítið búið að gerast, en aftur á móti fannst mér allt frekar lengi að líða. Stór plús að öll myndin var á Arameísku og rómversku, það var mjög sannfærandi, allavega fyrir mig, sem ekki hefur hundsvit á tungumálum þessa heimshluta. Allavega kannaðist Þórgnýr við mörg orð úr arabísku þarna.
Svo fór ég á einkabankann og leit á yfirlitið yfir debetkortið mitt og þá kom fram að ég hefði keypt tvo bíómiða í röð í Regnboganum! Ég gerði það ekkert! Ég lofa!!! Ég hringdi þarna niðreftir og nafnið mitt og símanúmer var tekið niður... svo var mér sagt að það yrði hringt í mig, en ekkert hef ég heyrt enn!!! Það er sko eins gott að þeir hringi, annars....ZZZzzZZzzzZzzzZzzZzzzZzzZ....
skrifað af Runa Vala
kl: 20:59
|
|
|